Tækniminjasafn Austurlands bauð til kaffisamsætis og kynningar á framtíðaráformum um safnið í tilefni af alþjóðlegum safnadegi 18. maí 2022 á Hótel Öldunni á Seyðisfirði. Fullt var út að dyrum og stefnir safnið á að gera þetta að árlegum viðburði þar sem við teljum samtal við samfélagið og nærumhverfi afar mikilvægt, þökkum góðar móttökur.
Á viðburðinum voru áform og teikningar af uppbyggingu nýs, glæsilegs Tækniminjasafns á Lónsleirunni kynntar, þar sem útigallerí Tækniminjasafnsins stendur nú. Tónlistarskólinn á Egilsstöðum á þakkir skilið fyrir að halda uppi skemmtun í formi söngs og píanóundirleiks.

Frétt á Austurfrett

Frétt á Tónlistasrkólinn