Gamla símstöðin, öðru nafni Wathneshús var upprunalega reist árið 1894 sem íbúðarhús norska athafnamannsins Ottó Wathne. Í tengslum við lagningu sæstrengsins frá meginlandinu til Íslands keypti Mikla norræna ritsímafélagið húsið og opnaði fyrstu ritsímastöð landsins 25. ágúst 1906. Síðustu áratugi hefur neðri hæð hússins verið notuð sem bæjarskrifstofa Seyðfirðinga en á efri hæð var Tækniminjasafnið með sýningu um komu ritsímans til Íslands. Áform eru um að flytja húsið þar sem ekki er hægt að verja það svo viðunandi geti talist.  

Ritsímasýningin sagði frá lagningu og komu sæstrengsins og hvernig hann var tengdur til Reykjavíkur.  Til sýnis voru upprunalegu ritsímatækin auk annars búnaðar.