Samfast gömlu vélsmiðjunni var Renniverkstæðið sem byggt var um miðja 20. Öldina og var hluti af húsakosti Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Síðustu ár voru í því geymslur og skrifstofur Tækniminjasafnsins, sýningar þess og prentverkstæði. Húsið gjöreyðilagðist í stóru skriðunni, prentverkstæðið einnig og sýningar á neðri hæð. Eitthvað af munum úr geymslum á efri hæð bjargaðist en annað ekki.