Á Smiðjuhátíð Tækniminjasafns Austurlands 2022 var útigallerí safnsins vígt. Það fékk nafnið Gallerí Þá&nÚ eða Then&noW Gallery.  Opnuð var ljósmyndasýningin „ The Landslide Project “ í samstarfi við Ströndin Stúdíó. Blásið var til kótilettukvölds og einnig var boðið upp á vegan kótilettur í Herðubreið. Jón Hilmar hélt uppi stemmningu yfir matnum með söng og gítarleik og síðar um kvöldið héldu hjónin Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson afskaplega fallega og hugljúfa tónleika. Á Smiðjuhátíðinni var einnig boðið upp á prent- og ljósmyndanámskeið.   Við þökkum Ströndin Studio, Skaftfell og Lungaskólanum fyrir samstarfið.

Ljósmyndir: Elfa Hlín Sigrúnar – Pétursdóttir, Lasse Høgenhof og Ströndin Studio