Útigalleríið Þá&nÚ er nýtt af nálinni og verður helsta sýningarrými Tækniminjasafnsins þar til það getur flutt inn í ný og endurgerð hús. Galleríið mun nýtast fyrir breytilegar og fjölbreyttar sýningar.  Það er staðsett á framtíðarlandi safnsins.
Dansk-seyðfirski málmsmiðurinn Søren Bjørnshave Taul hannaði og smíðaði strúktúrana af mikilli snilld. Efni þeirra og gerð vísar til ríkrar sögu járnsmíði á Seyðisfirði sem jafnframt hefur verið eitt af helstu viðfangsefnum Tækniminjasafnsins til þessa.
Fyrsta sýning í gallerínu ber nafnið The Landslide Project og er samstarfsverkefni safnsins og Ströndin Studio.