Ábyrgð og hlutverk safna gagnvart loftslagsbreytingum

Aðlögun samfélagsins að áhrifum loftlagsbreytinga er eitt brýnasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir nú á tímum, og verður æ brýnna eftir því sem áhrifin magnast. Söfn eru ekki undanskilin þeirri ábyrgð, því nú er kominn tími fyrir okkur öll að gyrða okkur í brók. Samkvæmt Alþjóðaráði safna (ICOM) skilgreina söfn sig sem stofnanir sem starfa í þágu almennings, það sama segir í íslenskum safnalögum nr. 141/2011. í stefnu Þjóðminjasafns Íslands er það eitt af höfuðmarkmiðum að sama samfélagslegt hlutverk safna í öndvegi.

Tækifæri eru til skapandi og eftirminnilegrar nálgunar með tengingar í nærsamfélagið í stað framsetningar á þurrum tæknilegra og vísindalegra staðreynda. Tækifæri felast meðal annars í óhefðbundinni framsetningu. því þó svo venjan sé að aðeins náttúruminjasöfn fjalli um náttúruna þá felast tækifæri í samþættingu greina í safnastarfi. Enda hefur maðurinn haft mikil áhrif á náttúruna og öfugt, og því áhugavert að skoða tengslin þar á milli (Bergsveinn Þórsson, 2019, bls 19). Í því samhengi er áhugavert að skoða jarðfræðilega hugtakið mannöldina, (e. Anthropocene) sem í grunninn er jarðfræðilegt heiti tímabilsins þar sem athafnir manna og áhrif þeirra verða greinileg, eða um það bil sem iðnbyltingin hefst.

Þýska vísinda– og tækniminjasafnið Deutsches Museum opnaði árið 2014 sýninguna Welcome to the Anthropocene: The Earth in our hands þar sem sambands manns og náttúru er sagt í gegnum tækniminjar og framþróun í iðnaði. Þar var til sýnis gufuvél frá nítjándu öld en frásögnin í kringum hana á safninu beindist ekki eingöngu að framþróun vestræns samfélags þar sem maðurinn beilsaði krafta náttúrunnar heldur var það sett í stærra samhengi sem ekki er hefðin á tækniminjasöfnum, með áherslu á loftslagsbreytingar sem iðnaður hefur í för með sér með auknum útblæstri, neyslu, úrgangi og ágangi á náttúruna. (Bergsveinn Þórsson, 2019, bls 20).

Hlutverk safna er að vera hvetjandi og lausnamiðuð en alvarleiki loftslagsbreytinga krefst þess að við grípum þétt um taumana. Þó ber að varast að ýta undir loftslagskvíða. Vandinn getur virkað fjarlægur þegar aðaláherslan er á tölfræði og risastórt umgang vandans getur virst uggvænlegt. Því getur virkað betur að tengja vandann nærsamfélaginu og hvað hægt er að gera í heimabyggð. Með því að tengja loftslagsvandann við reynslu og upplifun einstaklinga og afmarkaðra hópa samfélagsins má skapa tengsl við stóru myndin. Samtal við nærsamfélagið getur falið í sér áskoranir og verið tímafrekt en um leið skapast dýrmæt tækifæri sem ber að nýta. (Bergsveinn Þórsson, 2019, bls 21).

Bergsveinn Þórsson. (2019). Í þágu almennings: Aðgerðir og áskoranir safna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Safnablaðið Kvistur, 2019 (6. tbl), 18-22. Sótt af:https://safnmenn.is/wp-content/uploads/2020/12/Kvistur_safnablad_6tbl_web.pdf.