Skriða fellur á Skaftfell

Um klukkan 15:15 féll skriða niður eftir læk við Skaftfell, lenti á húsinu og hélt áfram yfir bílaplan á bensínstöð sem staðsett er hinu megin við götuna. Áætlað er að skriðan hafi verið 20-40 metra breið en við Skaftfell var hún um hálfur meter að þykkt.

Sesselja Hlín Jónasardóttir var að vinna í smíðum við nýtt hús en gafst upp sökum þess hve brjálað veðrið var. Á heimleiðinni stoppaði hún í félagsheimilinu Herðubreið til að fara á klósettið áður en hún hélt ferð sinni áfram. Rétt áður en hún kom að Skaftfelli sá hún þegar skriðan féll á húsið.


Birgir Þór Harðarson og Freyr Gígja Gunnarsson. (2020, 15. desember). Hús rýmd á Seyðisfirði eftir aurskriðu í miðjum bænum. Rúv. Sótt af: https://www.ruv.is/frett/2020/12/15/hus-rymd-a-seydisfirdi-eftir-aurskridu-i-midjum-baenum.

Gunnar Gunnarsson. (2020, 15. desember). Svona er umhorfs á Seyðisfirði – Myndir. Austurfrétt. Sótt af: https://www.austurfrett.is/frettir/svona-er-umhorfs-a-seydhisfirdhi-myndir.

Viðtal Báru Bjarnadóttur við Sesselju Hlín Jónasardóttur 27. júlí 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.