„Ég fór þarna niður eftir sem félagi í rústasveitinni og við fundum myndaskápinn. Það var nú ég sem fann hann því ég vissi hvar hann var í húsinu“

„Það voru mjög ströng plön um hvað við máttum og máttum ekki. Ég var mjög ánægður með það. Rústasveitin er líka með sitt öryggisplan. Við vorum öll með ýla og höfðum mjög góða yfirsýn. Fólk var að gera þetta á öruggan hátt. Við vorum með björgunarskip björgunarsveitarinnar [Gerpis] sem heitir Glæsir [eins og draugurinn úr Sandvík]. Það var þá sem ég finn skápinn. Ég hef samband við vettvangsstjórn, og segi ég er búinn að finna hérna mjög dýrmætan grip, hvort við mættum ekki bjarga honum. Það er mér mjög minnisstætt og segir líka mikið um hvað getur verið mikið kaos. Þeir sögðu jú, allt í lagi, ef þið teljið ykkur örugg. Við vorum mjög fljót að ná skápnum út, en spurðum svo hvað eigum við að gera við hann? Setjið hann bara inn í Angró sögðu þeir. En við vorum þarna með hóp af smiðum sem voru að loka Angró því skriðan hafði sprengt hliðina úr húsinu, og það var alveg stórhætta á nýrri skriðu. Við höfðum ekkert samband við vettvangsstjórn aftur, heldur tókum við bara kassann og settum út í björgunarskip.“

Viðtal Vigdísar Hlífar Sigurðardóttur við Baldur Pálsson 19. júlí 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.