Ekki tryggt að allir fái innbú sitt bætt

Skyldu­­trygging er á öllum fast­­eignum í landinu og mun stofnunin bæta tjón á þeim en það sama á ekki við um inn­bú sem skemmst hefur af völdum skriðanna. Skyldutrygging Náttúruhamfaratrygginga Íslands bætir að­eins það innbú sem er bruna­­tryggt. Þetta þýðir að þeir í­búar sem ekki höfðu bruna­­tryggt inn­bú sitt fá skemmdir á því ekki bættar frá stofnuninni, samkvæmt Huldu Ragn­heiði Árna­dóttur fram­­kvæmda­­stjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands.

Óttar Kolbeinsson Proppé. (2020, 19. desember). Ekki öruggt að allir fái innbú sitt bætt. Fréttablaðið. Sótt af: https://www.frettabladid.is/frettir/ekki-oruggt-ad-allir-fai-innbu-sitt-baett/.