Hópur sérfræðinga heimsækir Seyðisfjörð í tvo daga og vinnur að björgun, flokkun og förgun safngripa samkvæmt nýsamþykktri grisjunaráætlun

Lilja lýsti ferlinu eins og tiltekt, þar sem var verið að finna hlutum sinn rétta stað. Það var grisjað, en einnig var verið að hafa samband við önnur söfn á borð við Hönnunarsafn, Borgarsögusafn og Samgöngusafnið til að athuga hvort svipaðir hlutir væru til eða hvort þau söfn hefðu áhuga á þessum munum. Lilja minnist á skipti þar sem hlutur fannst sem var til fimm eins eintök af í Samgöngusafninu og því var ákveðið að farga þessum. Í ferðinni náðu Freyja, Lilja og 5 eða 6 manna teymi að tæma Angró. Pétur Sörensen og Elsa Guðný voru þarna líka. Lilja segist hafa upplifað áminningu um mikilvægi þess að söfnin stilli saman strengi, í því samhengi að allir geta ekki verið að safna öllu því við höfum ekki efni á því sem svona lítil þjóð. Lilja er mjög ánægð með samstarfið í þessum ferðum.

Viðtal Báru Bjarnadóttur við Lilju Árnadóttur 23. júlí 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.

Ágústa Kristófersdóttir. (2021, 4. ágúst). Persónuleg samskipti [tölvupóstur].