Íbúar Seyðisfjarðar fá ekki að fara heim í dag

Fjarðarheiði er lokuð fyrir óviðkomandi umferð til Seyðisfjarðar. Aðeins björgunarsveitir, lögregla og sérfræðingar sem vinna að mati verður hleypt inn í bæinn. Dagurinn verður nýttur til þess að meta umfang aurskriðanna sem fallið hafa síðustu daga og einnig þarf að meta hættu á frekari skriðuföllum. Leggja þarf mat á umfang tjóns og stöðu innviða á Seyðisfirði. Eftir að bærinn var rýmdur í gær voru íbúar fluttir í fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum. Minnst ellefu hús hafa orðið fyrir skemmdum, en unnið verður að því að meta tjón í dag. Staða rýminga verður endurmetin í fyrramálið.

Freyr Gígja Gunnarsson. (2020, 19. desember). Skriða féll í morgun – Fá ekki að fara heim í dag. Rúv. Sótt af: https://www.ruv.is/frett/2020/12/19/skrida-fell-i-morgun-fa-ekki-ad-fara-heim-i-dag.