Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður hleypur á vettvang

Þegar skriðan féll var Kristinn að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara. Hann hljóp á vettvang og reyndi að aðstoða þá sem þar voru. Björgunarsveitarbíll var í hættu og félagi hans aðstoðaði mann að komast úr honum á meðan Kristinn reyndi að koma slökkviliðsbílum frá skriðufarveginum. Þeir athuguðu hvort fólk væri í húsum í hlíðinni áður en þeir forðuðu sér að lokum af svæðinu ásamt öðrum sem streymdu þar úr húsum.

Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. (2020, 21. desember). „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“. Vísir. Sótt af: https://www.visir.is/g/20202052492d?fbclid=IwAR1e8eXfqCpR0H0-Hd3mo4cgwFqU255RK5RjgL2Gg5PxhXyphhPOIoMibfw.