Kristján Torr segir frá, 17. desember

Í rýminga-leiðindum nota ég tækifærið og skýst heim eftir nauðsýnilegum búnað og seinna um daginn er lýst yfir hættuástandi. Á daginn er lítið að gera nema drekka kaffi, reykja og taka myndir en það er svo erfitt að ná fókus vegna bleytu og skjálfandi handa. Að horfa á vegfarendur keyra og ganga yfir skriðuna við Skaftfell er súrealískt. Ég sé mann taka eldsneyti í miðri aurskriðu sem ennþá hleypur og hugsa með mér að þetta sé einstakur atburður á heimsmælikvarða. Um kvöldið heldur áfram að rigna og ég og nágranni minn á hótelinu sem á hús í skriðunni skoðum tölur frá athugunastöð fyrir Seyðisfjörð og reiknum út að uppsöfnuð úrkoma sé nú 600mm og sammælumst um að eitthvað válegt sé að ske.

Kristjan Torr. (2020, 27. desember). Frásögn og myndir frá Seyðisfirði, birt til að gleyma ekki [stöðuuppfærsla]. Facebook. Sótt af: https://www.facebook.com/KristjanTorr/posts/10158811460578540.