Lítil mistök munu kosta hann lífið

Elvar Már Kjartansson heyrir drunur sem hann áttar sig á að fylgja fallandi skriðu úr hlíðinni fyrir ofan hann. Það fer að þyrla í öllu í Skipasmíðastöðinni sem hann er staddur í og hann ákveður að drífa sig út. Hann veit að hann má ekki gera nein mistök, þau gætu kostað hann lífið. Elvar veit af skriðunni á vinstri hönd og hleypur því með fram sjónum í öfuga átt. Hávaðinn er orðinn svakalegur og hann hefur enga yfirsýn yfir það hvað sé að gerast annars staðar en þar sem hann er staddur. Þegar hann hefur hlaupið í skjól lítur hann til baka og sér hvernig skriðan tekur með sér nokkur hús og splundra öðru horni Tækniminjasafnsins. Hann er fullviss um að þetta sé engin venjuleg skriða.

Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir. (Umsjónarmaður). (2021). Fjallið ræður. [útvarpsþáttur]. Rúv. 1. apríl. Sótt af: https://www.ruv.is/utvarp/spila/fjallid-raedur/31467