„Og með vindinum kemur kvíðinn úti er kolsvört hríðin. Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin og húsin þau hverfa í kófið“

Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir eyðilegginguna eftir aurskriðuna ólýsanlega. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að sjá. Mikið af okkar flotta bæ er farið. En það er nú þannig með alla staði að þeir blómstra aftur. Það kemur gras á skriðuna, hún verður græn og við höldum áfram. Verkefnið er stórt en við ætlum að leysa það saman. Þetta tekur langan tíma og verður mikið verk en við klárum þetta.“

Davíð varð hugsað til textabrots úr laginu Með vindinum kemur kvíðinn eftir Bubba Morthens.

Og með vindinum kemur kvíðinn úti er kolsvört hríðin.
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið.

„Þegar maður hlustar á lagið og skilur textann þá var það sú tilfinning sem ég fékk – fjallið kom öskrandi niður.“

Freyr Gígja Gunnarsson. (2020, 20. desember). Segir orð ekki geta lýst eyðileggingunni á Seyðisfirði. Rúv. Sótt af: https://www.ruv.is/frett/2020/12/20/segir-ord-ekki-geta-lyst-eydileggingunni-a-seydisfirdi.