Rafmagn að mestu komið aftur á

Rafmagn fór af stórum hluta bæjarins í gær en er að miklu leyti komið aftur á. Tækjahús fjarskiptafélagsins Mílu er þó enn án veiturafmagns og er því meðal þess sem keyrt er á varaafli, sem á að duga fram á mánudagskvöld. Gerðar verða ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi rekstur ef rafmagnsleysi dregst lengur en það. Ekki varð tjón á fjarskiptastöðum Mílu á Seyðisfirði, þó að aurskriður hafi valdið töluverðu eignatjóni í firðinum. Unnið hefur verið að því að dæla vatni frá lóðinni í kringum hús Mílu til að hindra að raki berist í húsið og þar með fjarskiptabúnaðinn sem þar er.

Varaafl dugar fram á mánudagskvöld. (2020, 19. desember). Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/19/varaafl_dugar_fram_a_manudagskvold/.

Gunnar Gunnarsson. (2020, 19. desember). Svona er á Seyðisfirði í dag – Myndir. Austurfrétt. Sótt af: https://www.austurfrett.is/frettir/svona-er-a-seydhisfirdhi-i-dag-myndir.