Safnast saman í Herðubreið

Margir lýsa ringulreið en þó kemur einnig fram upplifun af hlýju og samtakamætti.

Þegar Ólafía Stefánsdóttir mætir í Herðubreið upplifði hún mikla ringulreið. „Löggan tók þetta yfir og hendir öllum inn í bíósalinn og ekkert verið að pæla í covid, og margir voru stressaðir yfir því, enda voru 10 manna takmarkanir þarna.“ Hún upplifði mikla togstreitu meðal bæjarbúa og bjó sig undir að biðja fólk um að hlýða rýmingum.

Margir upplifðu ástandið í Herðubreið sem óreiðukennt en að rýmingar hafi farið að ganga vel þegar lagt var af stað frá Seyðisfirði. Íbúar lýsa verkaskiptingu og skipulagi sem ábótavant í rýmingarferlinu. Samskipti hefðu getað verið betri, bæði milli rýmingaraðila og við íbúa.

Ekki voru allir sáttir með að þurfa að yfirgefa heimili sín og var því andrúmsloftið tilfinningaþrungið.



Viðtal Vigdísar Hlífar Sigurðardóttur við Guðrúnu Ástu Tryggvadóttur 14. júlí 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.

Viðtal Báru Bjarnadóttur við Jóhann Björn Sveinbjörnsson 19. júlí 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.

Viðtal Báru Bjarnadóttir við Sesselju Hlín Jónasardóttur 27. júlí 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.

Viðtal Guðnýjar Óskar Guðnadóttur við Sigurð Snæbjörn Stefánsson 16. júlí 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.

Viðtal Vigdísar Hlífar Sigurðardóttur við Ólafíu Stefánsdóttur 23. júní 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.