Skriða fellur á Breiðablik við Austurveg 38

Breiðablik hreifst af grunni sínum þegar önnur skriða féll úr Nautaklauf og barst út á Hafnargötu. Þegar það flaut niður snerist það um hálfhring. Fyrstu skriðurnar sem féllu í byggð höfðu áður umlukt húsið en það var staðsett innan þess svæðis sem hafði verið rýmt. Daginn áður hafði kjallarinn fyllst og rætt hafði verið um að brjóta rúðu til að létta álagið af húsinu. Birgir Guðmundsson, íbúi á Seyðisfirði, heyrði miklar drunur er skriðan féll úr gilinu en hann telur að á Austurvegi sé skriðan um meter að dýpt. Hann telur það greinilegt að húsið sé mikið skemmt. Söndru Mjöll Jónsdóttur þykir það trúlegt að bílskúrinn sinn hafi bjargað hennar eigin húsi frá skriðunni, en hún býr við hlið Breiðabliks. Talið er að fleiri hús hefðu getað farið sömu leið ef ekki hefði verið fyrir hreinsunarstarfið sem fram fór daginn áður. Cordoula Fchrand, eigandi Breiðabliks, var búin að vinna mikið í húsinu áður en það fór.

Veðurstofa Íslands. (2020, 20. desember). Neyðarstig á Seyðisfirði fært niður á hættustig. Sótt af: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/haettustig-a-seydisfirdi-eftir-ad-skridur-fellu-nidur-i-byggd?fbclid=IwAR2STE096xLxD6sUcMZarZTFID95yycDheT91mBWVnzxY1e7MTCkIPh-ecI.

Sunna Kristín Hilmarsdóttir. (2020, 18. desember). Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði. Vísir. Sótt af: https://www.visir.is/g/20202051033d/aurskrida-tok-med-ser-hus-a-seydisfirdi.

Markús Þ. Þórhallsson. (2020, 18. desember). Aurskriða hrífur hús með sér á Seyðisfirði. Rúv. Sótt af: https://www.ruv.is/frett/2020/12/18/aurskrida-hrifur-hus-med-ser-a-seydisfirdi.

Ragnhildur Þrastardóttir. (2020, 18. desember). Skúr frá 1960 bjargaði líklega húsi nágrannans. Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/18/skur_fra_1960_bjargadi_liklega_husi_nagrannans/.

Gunnar Gunnarsson. (2020, 18. desember). „Gríðarlegt magn sem kom í nótt“. Austurfrétt. Sótt af: https://www.austurfrett.is/frettir/gridharlegt-magn-sem-kom-i-nott.