Sveitastjórn Múlaþings fundar

Frumathugunarskýrsla vegna ofanflóðahættu við Stöðvarlæk bendir til að ekki sé raunhæft að verjast skriðum á svæðinu með góðu móti. Þrátt fyrir ofanflóðavarnir yrði byggðin við Stöðvarlæk enn á hættusvæði C og samþykkir sveitarstjórnin því að íbúðabyggð verði óheimil á svæðinu. Því óskar stjórnin eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup húseigna á svæðinu; Hafnargötu 40b, Hafnargötu 42, Hafnargötu 42b og Hafnargötu 44b.

Sveitastjórn Múlaþings. (2021, 1. febrúar). 7. fundur [fundargerð]. Sótt af: https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/sveitarstjorn-mulathings/58#202012168.