„Svo sá maður aumingja björgunarsveitarmennina alveg á harðahlaupum. Þetta var alveg hræðilegt að horfa á“

Þórarinn var staddur á miðju skriðusvæðinu. Hann hafði verið kallaður í næsta hús en á sömu mínútu og hann kom þangað var öskrað að allir ættu að koma sér út. Hann fylgdist með því þegar skriðan féll sitt hvoru megin við hann. Skriðan lenti meðal annars á björgunarsveitarhúsinu og feykti vörubíl af götunni með sér á húsið. Hann áttaði sig á því að hann hafði skilið eftir kött sem var í pössun hjá honum og hljóp því til baka og sótti hann. Þegar hann kom aftur út hitti Þórarinn björgunarsveitarmann og þeir héldu til á bak við hús áður en þeir fóru niður fyrir gamla ríkið, ofan við smábátahöfnina. Þegar mestu lætin voru liðin óðu þeir nýfallna skriðuna upp að hnjám á meðan gusurnar gengu þar enn, til að komast niður í ferjuhús.

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. (2020, 19. desember). Þurfti að vaða stóru aur­skriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“. Vísir. Sótt af: https://www.visir.is/g/20202051774d?fbclid=IwAR3IJOglzbWYXRdbe3cKHo93RByLafOSJonrMC0-GuiyHl5DShIBvAu6eh4.