„Svo vitum við ekkert hvernig bærinn er þegar við megum koma til baka. Og við vitum ekkert hvað gerist“

Páll Thamrong Snorrason, íbúi á Seyðisfirði hefst nú við í sumarbústað á Einarsstöðum ásamt foreldrum sínum og bróður, en þau þurftu að yfirgefa heimili sitt í gær eins og aðrir Seyðfirðingar. Páll segir að bærinn verði aldrei samur. Fjölskylda hans býr ekki á því svæði sem aurskriðurnar féllu en hann segir sárt að hugsa til þeirra sem búa þar og að hann kvíði því að sjá hvernig bærinn líti út þegar hann megi snúa til baka. „Svo vitum við ekkert hvernig bærinn er þegar við megum koma til baka. Og við vitum ekkert hvað gerist. Þannig að það er svona upp og niður hvernig okkur líður,“ segir Páll. „Það verður ekki jafn mikið öryggi og áður. En við horfum á góðu hliðarnar og vonum það besta.“

Anna Lilja Þórisdóttir. (2020, 19. desember). „Það verður annar bæjarsvipur“. Rúv. Sótt af: https://www.ruv.is/frett/2020/12/19/thad-verdur-annar-baejarsvipur.