Skipasmíðastöðin, renniverkstæðið og vélsmiðjan gjörónýt

„Þrjár bygg­ing­ar und­ir okk­ar starf­semi glötuðust. Skipa­smíðastöð við sjó­inn, sem var stórt hús, renni­verk­stæðið og vélsmiðjan,“ seg­ir Zu­haitz Akizu, forstöðumaður safnsins.
„Auk þeirra voru tvær skemm­ur á höfn­inni sem skemmd­ust mikið en urðu ekki beint fyr­ir aur­skriðunni held­ur af sjón­um sem skall á hús­un­um eft­ir að aur­skriðan skall á sjón­um.“

„Á þess­um erfiðu tím­um hafa Þjóðminja­safnið og Blái skjöld­ur­inn á Íslandi boðið fram hjálp sína og sér­fræðinga,“ rit­ar Zu­haitz. Það skýrist á næstu dög­um og vik­um þegar ákveðið verður hvernig minj­um safns­ins verði bjargað, en for­svarsmenn safns­ins byggja upp­lýs­ing­ar sínar eingöngu á gögnum frá viðbragðsaðilum á svæðinu. Að sögn Zu­haitz mun taka vik­ur eða mánuði að ­meta tjónið sem orðið hef­ur á Tækniminjasafninu.

Tækniminjasafnið gjörónýtt. (2020, 20. desember). Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/20/taekniminjasafnid_gjoronytt/.

Karítas Ríkharðsdóttir. (2020, 20. desember). Fundu fiska inni í skemmu. Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/06/25/fundu_fiska_inni_i_skemmu/.