„Við héldum að húsið myndi detta á okkur“

Faðir Brimis var nýkominn úr sturtu þegar hann heyrði hljóðin sem fylgdu skriðunni. Hann tók son sinn og hljóp með hann í fanginu út úr húsinu og niður á bryggju. Hann undirbjó sig fyrir að þurfa að hoppa í sjóinn með son sinn þar sem þeir töldu að húsið gæti lent á þeim. Betur fór en á horfðist en Silfurhöllin, húsið aftan við heimili þeirra, bjargaði Þórshamri frá mesta högginu. „Það var fullt af mold, risastórum nöglum og bílhurð og fullt af mold bara. Svo húsin. Ég sá fullt af húsum bara detta niður.“ Þegar skriðan hafði staðnæmst klifu þeir feðgar upp á hana og hlupu af stað að björgunarsveitarhúsinu. Brimir gat hlaupið án þess að sökkva niður í aurinn en faðir hans átti erfiðara með það og slasaðist lítillega. Maður tók þar á móti þeim og aðstoðaði þá við að komast í skjól og flutti þá með bíl af svæðinu.

Kristín Sigurðardóttir og Rúnar Snær Reynisson. (2020, 19. desember). 11 ára drengur og faðir hans hlupu undan skriðunni. Rúv. Sótt af: https://www.ruv.is/frett/2020/12/19/11-ara-drengur-og-fadir-hans-hlupu-undan-skridunni?fbclid=IwAR0Rm1DUg9akG7J5IQB9M9Y84Y0GUyw9rfzraY6n_Ku7YSChFJE5XImhZ5Q.