Þann 4. nóvember 2022 var hin árlega Afturganga Tækniminjasafnsins farin frá Vjelasmiðju Jóhanns Hanssonar. Í upphafi var gestum boðið að skoða sig um í hinni nýuppgerðu Vjelasmiðju og skoða myndlistarsýninguna „Draugasögur“ sem unnin var af nemendum Seyðisfjarðarskóla. Marek Ari Baeumer, gítarnemandi við sama skóli, spilaði á rafmagnsgítar fyrir viðstadda Dire Straits slagarann Money for Nothing við góðar viðtökur.
Að því loknu var gengið í gegnum myrkvaðan bæinn í átt að Hótel Öldu þar sem göngufólki bauðst að kaupa sér heitt kakó og kruðerí með.


Afturgangan er orðinn hluti af árlegum viðburðum í menningarlífi Seyðisfjarðar eins og fjöldi göngumanna gaf til kynna. Börn og fullorðnir áttu saman ljúfa stund þar sem hugurinn fékk að reika aftur í tímann áður en rafljós urðu fastur hluti af tilveru okkar hér á Seyðisfirði. Ekki spillti fyrir að stjörnubjart var þetta kvöld og í myrkvuðum bænum urðu undur himinhvolfsins enn sýnilegri en vanalega.