Google Arts & culture

Google Arts & culture

Hér má finna tvær sýningar Tækniminjasafnsins á Google Arts & Culture Once Upon a Try stærstu sýningu um uppfinningar og uppgötvanir sem gerð hefur verið á netinu. Safneignum, frásögnum og fróðleik frá fleiri en 110 frægum söfnum í 23 löndum, þar á meðal Tækniminjasafni Austurlands, var safnað saman til að varpa ljósi á mikilvægar vísindabyltingar sem orðið hafa í gegnum árhundruðin og hugsuðina að baki þeim. Tækniminjasafn Austurlands sýnir þar m.a. nýjar myndir af fyrsta þráðlausa senditækinu á Íslandi og gestir geta skoðað tvær gagnvirkar sögusýningar, „Nútímavæðing Íslands með rítsímanum“ og „Strákurinn frá Djúpavogi“ um Jóhann Hansson. Pétur Kristjánsson þáverandi safnstjóri sagði um verkefnið að það „veitti tækifæri til að miðla, varðveita og koma arfleifð okkar á framfæri á heimsvísu. Það auðveldar okkur að deila og veita aðgang að myndum og viðeigandi upplýsingum á frumlegan hátt með innsæið að vopni.

Upplýsingar

Hafnargata 44

472-1696

tekmus@tekmus.is

Samfélagsmiðlar

Gömlu síðurnar

EN:  www.seydisfjordur.org

IS:  www.tekmus.org