Sýningin Búðareyri – saga umbreytinga varpar ljósi á sögu Búðareyrarinnar, þess bæjarhluta á Seyðisfirði sem stóra aurskriðan í desember 2020 féll á. Búðareyrin hefur verið kölluð vagga tækni og byggðar á Seyðisfirði, en í dag er framtíð atvinnustarfsemi og búsetu óljós á stórum hluta hennar vegna hættu á frekari aurskriðum.

Sýningin höfðar til allra skilningarvita og blandar saman nýrri tækni og eldri með fjölbreyttum margmiðlunarlausnum. Sýningin er til húsa í gömlu Vélsmiðjunni á Seyðisfirði og úti, á gólfum og veggjabrotum húsa sem aurskriðan eyðilagði.

Sýningin höfðar jafnt til barna sem fullorðinna, er rík af upplýsingum en marglaga þannig að hver gestur ræður hversu djúpt hann kynnir sér efni hennar og skynjar.

Sýningin er á íslensku og ensku.

Opnunartímar

Maí – júní: Mán. – Lau. 13–17
Júlí – ágúst: Alla daga frá kl. 10–17
1–15. September: Mán. – Lau. 13–17
Vetur: Eftir samkomulagi

Verðskrá

Fullorðnir: 1.500 kr.-
Lífeyrisþegar og nemar: 1.000 kr.-
Börn og Fisos/Icom: Fritt