Í ágúst 2022 dvöldu 8 nemendur í forvörslu frá Lincoln háskólanum á Bretlandi á Seyðisfjörð við nám og störf. Þau unnu undir handleiðslu forvarðarins Anna Worthington de Matos, að tveimur mismunandi verkefnum sem nýtast þeim í þeirra námi og einnig safninu.
Í fyrsta lagi fóru þau í gegnum safngripi sem voru á ritsímasýningunni, ástandsmátu þá, hreinsuðu og gengu frá þeim með fyrirbyggjandi forvörslu í huga. Einnig var farið í forvörsluverkefni á kafarabúningnum og búnaði honum tengdum sem gestir safnsins í gegnum tíðina ættu að kannast við.
Þau skrifuðu um dvöl sína og störf á skemmtilegu bloggi .