Fræðsla

Spunahjól lifandi hefða

Nýtt námsgagn fyrir börn sem leiðir þau að óáþreifanlegum menningararfi

Tækniminjasafnið er hluti af stóru alþjóðlegu samstarfsverkefni sem ber heitið LIVIND sem hefur snertifleti óáþreifanlegs menningararfs og sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi.

Nýjasta afurð þess verkefnis er Spunahjól lifandi hefða.

Spunahjólið er ætlað kennurum, fræðsluaðilum, leiðbeinendum, áhugahópum og öllum sem hafa áhuga á menningararfi og mismunandi tengslum hans við sjálfbæra þróun. Með notkun þess er opnað á leiðir til að skoða þessi tengsl og hvernig hættir okkar og hefðir munu taka breytingum. Markmið hjólsins er að styðja við þátttöku barna og ungmenna og gera þeim kleift að nálgast menningararf á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt.

Spurningar spunahjólsins leiða þig að skurðpunkti lifandi menningararfleifðar og sjálfbærrar þróunar. Lifandi hefðir eru hluti af lífi fólks s.s. hátíðir, handverk, dans og tónlist, sagnamennska og hefðir sem tengjast mat og náttúru. Óáþreifanlegur menningararfur snertir tilveru okkar allra, bæði í hversdeginum og við hátíðleg tækifæri, í vinnu og áhugamálum.

Með notkun spunahjólsins er hægt að stuðla að afslöppuðum umræðum og fengið nemendur á mismunandi aldri til að hugsa um menningararf, þýðingu hans fyrir okkur og gildi.

Spunahjól lifandi hefða er nýtt verkfæri sem var þróað sem hluti af verkefninu „LIVIND – Creative and living cultural heritage as a resource for the Northern Dimension region“. Tækniminjasafn Austurlands þýddi spunahjólið yfir á íslensku.

Við viljum vekja athygli á heimasíðunni Lifandi hefðir þar sem má fá alls konar hugmyndir um og upplýsingar um mismunandi lifandi hefðir á Íslandi.

Hér má nálgast spunahjólið til útprentunar. Best er að prenta það á þykkan pappír, klippa svo út og festa saman með splittpinna í miðjunni. Hægt er að horfa á stutt myndband á ensku sem útskýrir betur notkun þess hér.

Upplýsingar

Hafnargata 44

472-1696

tekmus@tekmus.is

Samfélagsmiðlar

Gömlu síðurnar

EN:  www.seydisfjordur.org

IS:  www.tekmus.org