Tvær sýningar Tækniminjasafnsins má finna á vefsvæðinu Google Arts and Culture  þar sem fjölbreytt rafrænt efni, sýningar, ljósmyndir og fleira, frá þúsundum menningarstofnana og listamanna víðs vegar að úr heiminum er aðgengilegt án endurgjalds. Ekkert annað íslenskt safn er enn sem komið er með efni inni á þessum áhugaverða rafræna vettvangi.

Nútímavæðing Íslands með rítsímanum

Segir frá tilkomu ritsímans á Íslandi sem tekinn var á land árið 1906 á Seyðisfirði og þær miklu samfélagslegu breytingar sú tækninýjung hafði í för með sér.



Strákurinn frá Djúpavogi

Vélsmiðurinn Jóhann Hansson ólst upp í fátækt á Djúpavogi en varð skapandi frumkvöðull  sem rak fyrstu vélvæddu vélsmiðju Austurlands á Seyðisfirði. Hann nýtti í starfi sínu fjölmargar tækninýjungar sem ekki höfðu áður sést á landshlutanum.