Form í Flæði er námskeið þar sem við könnum eðli og virkni vatns á hreyfingu. Viðfangsefnið verður nálgast með tilraunum og listum, með sérstakri áherslu á rytmiskt flæði, flæðiskúlptúra og hringiður. Námskeiðið verður haldið á Seyðisfirði dagana 8.-11. ágúst 2024. Fjörðurinn sjálfur og Gamla Netagerðin verða tilraunastofur okkar.

Dagsetningar: 8 – 11 águst, 2024 (4 dagar)

Fjöldi þáttakenda: 12

Námskeiðsgjöld: 50.000 ISK (€337)

Námskeiðsgjöld innihalda: leiðbeinendur, aðstöðu og efni, og léttan hádegismat. Húsnæði er ekki innifalið. Við munum aðstoða við að finna húsnæði flegar viðkomandi hefur ákveðið að taka flátt í námskeiðinu.

Umsóknarfrestur: 15. maí 2024

Nánari upplýsingar og skráning: Ráðhildur Ingadóttir veitir nánari upplýsingar. Hafið samband á netfangið radaingadottir@yahoo.com

English version

Tækniminjasafnið styður við þetta áhugaverða verkefni.

Segja má að hringiður séu ein af grunnhreyfingum alheimsins. Þetta má sjá t.d. í formi vetrarbrauta, veðurkerfa, plöntuvaxtar, í loftinu í kringum okkur o.s.frv. Á námskeiðinu skoðum við hringiður og hrynjanda í vatni, uppbyggingu skelja og annarra náttúrulegra forma, þar sem við sjáum skýrt áhrif flæðisins á það hvernig lífveran mótast. Við teiknum rúmfræðileg form á hreyfingu, mótum form í leir, gerum rytmískar líkamshreyfingar, og förum í gönguferð meðfram árbakka frá mynni að upptökum.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Simon Charter MEd, heildrænn vísindamaður og hönnuður flowforma sem hefur unnið með vatn í 35 ár, Ráðhildur Ingadóttir myndlistarmaður og Erla Reynisdóttir sem er sérfræðingur í líkamlegum hreyfingum.

Hver dagur byrjar með hugleiðslu/íhugun við læk, á eða haf. Við fylgjumst með og hlustum á vatnið, upplifum flæði þess og tökum reynsluna með okkur inn í daginn.

Í Gömlu Netagerðinni munum við gera sameiginlegar vatnstilraunir þar sem við notum stórar krukkur, plexiglerhólka, bakka og vatnsrás sem við búum til sjálf úr leir.

Við verðum með hópæfingar þar sem við gerum hreyfingar byggðar á spírölum, hringiðum, öldum og rythma.

Fyrirbærið flæðiform verður kynnt, og hvert okkar mótar lítið form úr leir.

Við munum kanna hreyfingu í einfaldri vörpunarrúmfræði, vaxtarmælingu, ferilboga og Pascal Limaçon.

Á einum af þessum fjórum dögum verður gengið meðfram Vestdalsá í Vestdal frá sjó, að upptökum árinnar sem eru í Vestdalsvatni. Við munum kanna ána og fossa hennar og gera tilraunir í vatninu, þar á meðal tilraun sem Leonardo da Vinci gerði þar sem hann lét sag fljóta í á til að kanna og teikna hreyfingar straums og flæðis.

Eins og getið er um hér að ofan er einn þáttur námskeiðsins kynning á flæðiformum. Þessi form styrkja náttúrulegar iðuhreyfingar vatnsins og styðja þannig við endurnýjunargetu þess. Flæðiform eru í dag framleidd í mörgum löndum og notuð í landbúnaði og áveitum, matvælaframleiðslu, vatnshreinsun, heilsu og snyrtivöruframleiðslu og öðrum geirum.

Flæðiform voru uppgötvuð árið 1970 af lista og vísindamanninum John Wilkes (1930-2011) Wilkes byggði verk sín á rannsóknum George Adams (1894-1963) og Theodor Schwenk (1910-1986) sem hann vann með á áttunda áratug síðustu aldar. Rúmfræði bogaferla (path curve) er upprunnin á 19. öld í hugmyndafræði Felix Klein. Tengsl þessarar rúmfræði við náttúruleg form voru uppgötvuð af George Adams og birt af Lawrence Edwards og John Blackwood.