Verkefnið var leitt af Francesca Stoppani og Kathryn Teeter
Umsjón með verkefninu er Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor við Háskóli Íslands.

Þungamiðja og nýsköpunarvinkill verkefnisins fólst í því að líta á grisjaða safngripi sem auðlind sem ekki væri forsvaranlegt að farga umhugsunarlaust, ef hægt væri að hafa not fyrir þá annars staðar. Útbúin var handbók þar sem settar voru fram leiðbeiningar um grisjunina sem hvert safn getur síðan aðlagað eftir aðstæðum. Niðurstöður þessa rannsóknarverkefnis má finna í verkefnaskýrslunni, þar er meðal annars farið yfir verkþætti grisjuninnar, hvert upphafs- og lokamarkmið rannsóknarinnar voru, bakgrunnsupplýsingar um söfnin sem unnið var með, vettvangsvinnu og viðtalsskýrslur.

Handbókina og skýrsluna má nálgast á þessari vefslóð https://grisjun.hi.is/