Verkefni ársins eru margvísleg, fjölbreytt og krefjandi. Starfsfólk safnsins þakkar heilshugar fyrir styrkveitingarnar og viljum við upplýsa almenning um stöðu mála.
Hefur safnið fengið eftirfarandi styrki
i. Frá fjárlaganefnd með samning við Menningarmálaráðuneytið 15. milljónir til reksturs fyrir árið 2023.
ii. Frá Múlaþingi með samningi, 10. milljónir til reksturs fyrir árið 2023.
iii. Frá Safnaráði
1. 5. Milljónir í öndvegisstyrk vegna björgun muna og skráningu gripa
2. Búðareyrin – saga umbreytinga 2.000.000 kr.
3. Frumhönnun grunnsýningar Tækniminjasafns í endurreistu Angró 1.000.000 kr.
4. Forvarsla kafarabúnings 800.000 kr.
5. Ferðastyrkur vegna Farskóla 300.000 kr. og styrkur í rafræna miðlun 300.000 kr.
iv. Uppbyggingarsjóður hefur úthlutað safninu eftirfarandi styrki
1. Gerð viðskiptaáætlunar 750.000 kr.
2. Búðareyrin – saga umbreytinga 1.900.000 kr.
v. Hvatasjóður Seyðisfjarðar hefur úthlutað safninu eftirfarandi styrki
1. Markaðssetning til skemmtiferðaskipa 1.000.000 kr.
2. Standsetning varðveisluhúsnæðis 2.000.000 kr.
vi. Í ýmis önnur verkefni
1. Frá Múlaþingi 250. þúsund vegna Lukkuhjóls í sýningu í Vélsmiðju.
vii. Verkefni sem færðust á milli ára er hönnun safnasvæðis en það fengust 19 milljónir frá Framkvæmdasjóð ferðamannastað og 3 milljónir frá Hvatasjóð Seyðisfjarðar. Af þeim 22 milljónum færast um 18 á milli ára.
viii. Húsafriðunarsjóður utanhúss viðgerðir á Vélsmiðjunni 2.000.000 kr.
Takk fyrir.