Sjómannadagur
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í byrjun sumars síðustu áratugi á Íslandi til að fagna hetjum hafsins. Hann hefur tekið nokkrum breytingum síðustu ár eftir því sem sjómönnum hefur fækkað. Á Seyðisfirði eru þó hátíðahöld enn oft á bryggjunni, bæjarbúum er boðið í siglingu með togara bæjarins og sérstök sjómannamessa er í kirkjunni.
Fisherman‘s Festival has been celebrated in the beginning of summer in Iceland for the past few decades to honour the heroes of the sea. It has though undergone some changes in recent years due to a decrease in the number of sailors and fishermen.
In Seyðisfjörður, the festivities still often take place at the pier, where the inhabitants are invited to a boat ride on the town’s trawler, and a special fishermen mass is held in the church.
17. júní
17. júní er þjóðhátíðardagur Íslendinga og er haldinn hátíðlegur um allt land. Á Seyðisfirði er sú sérstaða að „babú-bílar“ bæjarins (björgunarsveitarbíll, sjúkrabíll, slökkvibíll og sjúkrabíll) bjóða ungum hátíðargestum í bíltúr með sírenurnar á fullu. Einnig hefur verið skotið af gamalli fallbyssu sem stendur fyrir utan bæjarskrifstofurnar.
June 17th is the National Day of Iceland and is celebrated ceremoniously throughout the country. In Seyðisfjörður, the unique tradition is that the „babú-cars“ of the town (an ambulance, police car, fire truck and the rescue squad’s truck) offer young festival guests a tour with the sirens blaring. In addition an old cannon is fired outside the town offices.
Lunga/Lunga Festival
Lunga hátíðin er alþjóðleg listahátíð ungs fólks þar sem fólk hvaðanæva úr heiminum kemur á Seyðisfjörð í júlí til listsköpunar og almennrar gleði.
The Lunga Festival is an international arts festival for young people, where people from all over the world come to Seyðisfjörður in July for artistic creation and general joy.
Smiðjuhátíðin/Blacksmith Festival
Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins hefur verið haldin um árabil þar sem boðið er upp á hin ýmsu námskeið þar sem unnið er með eldri verkþekkingu og arfleifð auk lifandi tónlistarflutnings og partýhalds bæjarbúa.
The Blacksmith Festival of the Technical Museum has been held for some years, offering various workshops where old craftsmanship and living heritage are practiced, along with live music performances and celebration.