Tækniminjasafnið fær samtals 8,8 milljónir úr safnasjóði þetta árið!

Þessir styrkir eru gríðarlega mikilvægir til að tryggja starf safnsins og endurreisn þess. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Safnasjóður er samkeppnissjóður sérstaklega ætlaður til að styrkja íslenskt safnastarf. Aðalúthlutun sjóðsins fór fram nú á dögunum og Tækniminjasafnið fékk úthlutað þremur styrkjum. Tveim milljónum fyrir sýningu í Vélsmiðjunni um sögu Búðareyrarinnar, áttahundruð þúsundum til forvörslu kafarabúningsins sem margir muna eftir úr Vélsmiðjunni og að lokum einni milljón til að hefja undirbúning á nýrri grunnsýningu safnsins í nýju húsnæði sem fyrirhugað er að rísi á Lónsleirunni, vonandi fyrr en seinna.

Auk þess fær safnið aftur fimm milljónir í svokallaðan Öndvegisstyrk til að tryggja varðveislu og björgun safnkostsins, sömu upphæð og árið 2022.

Myndir fengnar af facebooksíðu – Félags íslenska safna og safnmanna