Dagar myrkurs/Days of Darkness

Dagar myrkurs á Austurlandi er menningarveisla í lok október þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt við að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf. Á Seyðisfirði hefur Tækniminjasafnið m.a. blásið til Afturgöngunnar, þar sem gengið er í myrkvuðum bænum aftur til fortíðar, oft með einhverjum óvæntum uppákomum á gönguleiðinni.


„Days of Darkness“ in East Iceland is a cultural event held in late October, where residents of East Iceland create for themselves and their guests joyful days in the darkest time of winter, often emphasizing or highlighting it with references to rich ghost and supernatural folklore. In Seyðisfjörður, the Technical Museum, among other things, organizes the event „Afturgangan“ (The Return of the Walking Dead), where participants walk through a darkened town, immersing themselves in the past, often encountering unexpected surprises along the way.


Hrekkjavaka/Halloween

Hrekkjavakan hefur skotið rótum síðustu ár á Íslandi og er Seyðisfjörður engin undantekning þar á. Grímuklædd börn ganga í hús sem sum hver eru skreytt á ógnvænlegan hátt og uppskera börnin oft á tíðum úttroðna poka af góðgæti.


Halloween has taken root in recent years in Iceland, and Seyðisfjörður is no exception. Children dressed in costumes go door-to-door trick and treating, and some houses are decorated in a menacing manner.


Aðventa og jól/Advent and Christmas

Aðventa og jól – Síðustu áratugi hefur jólahátíð Íslendinga teygst yfir alla aðventuna. Fólk fer á jólahlaðborð og jólatónleika, hittist til að baka saman smákökur og laufabrauð og skreytir hús sín og umhverfi með skrauti og ljósum. Jólin á Íslandi ganga svo í garð kl. 18 á aðfangadag, sumir fara í messu á meðan aðrir setjast að hátíðarkvöldverði og að honum loknum eru pakkar opnaðir.


Advent and Christmas – In recent decades, the Christmas season in Iceland extends throughout Advent. People gather for Christmas buffets and concerts, get together to bake cookies and „laufabrauð“ (thinly rolled bread), and decorate their homes and surroundings with ornaments and lights. Christmas Eve begins at 6 PM, with some attending a church service while others sit down for a festive dinner. Afterward, gifts are opened.


Þorrablót

Þorrablót er haldið á laugardegi eftir að þorrinn gengur í garð, sem er gamalt íslenskt mánaðaheiti. Þau eru haldin í bæjum og sveitum um allt land, borðaður er hefðbundinn íslenskur matur, mikið innmatur sem lagður hefur verið í súra mysu til að auka geymsluþol. Þorrablótsnefnd stendur fyrir skemmtiatriðum, gestir taka þátt í fjöldasöng og ölið oft kneifað stíft.


„Þorrablót“ is held on the first Saturday of the month of „Þorri,“ an old Icelandic month name. It takes place in towns and villages all over the country, featuring a traditional Icelandic meal with a variety of preserved food, including fermented shark. The Þorrablót committee organizes entertainment, and guests participate in group singing, often accompanied by substantial amounts of alcohol.


Sólardagurinn

Sólardagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. febrúar. Þá fagna bæjarbúar því að sólin skíni aftur á bæinn eftir nær fjögurra mánaða fjarveru. Þá eru bakaðar í miklu magni svokallaðar sólarpönnukökur sem borðaðar eru á heimilum og vinnustöðum fólks.


„Sólardagurinn“ (Sun Day) is celebrated on February 18th. On this day, residents rejoice as the sun shines on the town again after nearly four months of absence. Large quantities of „sólarpannkökur“ (pancakes) are baked and enjoyed in homes and workplaces.


List í ljósi

List í ljósi er er listahátíð sem haldin er um miðjan febrúar. Þá umbreyta innlendir og erlendir listamenn Seyðisfirði með ljósadýrð og spennandi listaverkum.


„List í ljósi“ is a light art festival held in mid-February, where both local and international artists transform Seyðisfjörður with light installations and exciting art pieces.


Bollu-, sprengi- og öskudagur

Bollu-, sprengi- og öskudagurinn koma hver á eftir öðrum í febrúar áður en hin kirkjulega fasta gengur í garð. Á bolludeginum eru bakaðar og borðaðar ógrynni af bollum með rjóma og sætri fyllingu. Á sprengidaginn er saltkjöt og baunasúpan á borðum landsmanna og á fólk að borða eins mikið og það getur. Öskudagurinn er uppáhaldsdagur barnanna, þau klæða sig í búninga og eftir skóla ganga í verslanir og fyrirtæki og syngja fyrir starfsfólkið og fá að launum sælgæti sem dugar þeim flestum í margar vikur.


„Bolludagur,“ „Sprengidagur,“ and „Öskudagur“ follow one another in February, marking the festive days leading up to the Christian Lent. On Bolludagur, cream-filled buns are baked and consumed in abundance. On Sprengidagur boiled salted meat and split pea soup is cooked, and people are encouraged to eat as much as they can.

Öskudagur (Ash Wednesday) is a favourite day for children, who dress up in costumes and visit stores and businesses, singing for the staff and receiving candy and treats that will last them for weeks.


Páskar/Easter

Páskarnir á Seyðisfirði, eins og á flestum stöðum á Íslandi, einkennast af súkkulaðieggjaáti, samveru með fjölskyldunni og útiveru ef veður leyfir. Oft eru þetta annasömustu dagarnir á skíðasvæðinu í Stafdal sem staðsett er í fjalllendinu ofan Seyðisfjarðar.


Easter in Seyðisfjörður, like in most places in Iceland, is characterized by the consumption of chocolate eggs, quality time with family, and outdoor activities, weather permitting. Often, these days coincide with the peak skiing season in the nearby Stafdal ski area, located in the mountains above Seyðisfjörður.