Í kringum aldamótin síðustu tók Tækniminjasafnið við eikarbátnum Auðbjörgu að gjöf. Báturinn var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1963 og var einn af síðustu eikarbátunum sem smíðaður var á Íslandi.
Varðveisla báta er nokkuð flókin og oft afar kostnaðarsöm, annað hvort þurfa bátar að vera geymdir innandyra eða sem sjófær skip á floti. Áætlanir safnsins voru að varðveita Auðbjörgina á floti en nýta slipp Vélsmiðjunnar til að taka bátinn upp fyrir nauðsynlegt viðhald. Gerð var ítarleg úttekt á ástandi bátarins og kostnaðaráætlun um forvörslu hans. Því miður náði safnið ekki að fylgja þeim áætlunum, fjármálahrunið 2008 gjörbreytti rekstrarforsendum safnsins til hins verra. Það varð til þess að mörgum mikilvægum verkefnum var ekki hægt að sinna, þar á meðal varðveislu Auðbjargarinnar og versnaði ástand hennar með hverju árinu.
Í miklu hvassviðri sem geysaði á Seyðisfirði í september 2022 og feykti m.a. bryggjuhúsinu Angró um koll, urðu enn frekari skemmdir á bátnum og stafaði orðið af honum slysa- og fokhætta. Því var sú erfiða ákvörðun tekin nú í vor farga bátnum. Var hann fjarlægður og, fyrir utan það sem fór í brotajárn, var urðað undir snjóflóðavarnargörðunum sem verið er að reisa í neðanverðum Bjólfinum um þessar mundir.
Áður en það var gert var rætt við fyrrum eiganda bátsins sem gaf hann safninu fyrir mörgum árum.
Því miður er það svo að margir brotalamir eru þegar kemur að varðveislu báta á Íslandi og eru endalok Auðbjargarinnar ekkert einsdæmi.