Tækniminjasafn Austurlands var til húsa í fjölmörgum húsum á hinni svokölluðu Búðareyri, utarlega í kaupstaðnum sunnanmegin. Helstu húsin voru Vélsmiðjan, Renniverkstæðið, Skipasmíðastöðin, Angró og Símstöðin. Öll, fyrir utan hið síðastnefnda skemmdust mikið eða algerlega við stóru aurskriðuna sem féll á svæðið 18.

Búðareyrin er um margt áhugaverður hluti bæjarins, þar hófust umsvif Norðmannsins Otto Wathne á seinni hluta 19. aldarinnar og brátt þróaðist þar blönduð atvinnu- og íbúabyggð. Í dag hefur íbúum fækkað mjög mikið og örlög svæðisins um margt óviss vegna ofanflóðahættu og að ekki eru fullnægjandi varnarkostir fyrir það í sjónmáli. Í húsum utan við Vélsmiðjuna er íbúðabyggð ekki lengur heimil en atvinnustarfsemi getur farið fram í þeim byggingum sem enn standa.