Skriðan
Eyðilegging og framtíð safnsins, samfélagsins og þjóðminja.
Þrátt fyrir að stóra skriðan þann 18. desember 2020 hafi ekki tekið nema örfáar mínútur að falla þá ná aðdragandi og eftirmálar hamfaranna yfir mun lengri tíma. Minni skriður höfðu fallið dagana á undan og valdið skemmdum, almannavarnir höfðu lýst yfir óvissustigi, innviðir bæjarins voru komnir að þolmörkum, holræsi höfðu ekki undan og björgunarsveitarfólk og bæjarstarfsmenn höfðu unnið nær linnulaust í marga sólarhringa.
Eftir stóru skriðuna var bærinn rýmdur og líf margra hafði tekið óvæntum og erfiðum breytingum. Sumir þurftu að vinna úr því að hafa verið í bráðri lífshættu, heimili annarra voru eyðilögð, aðrir fengu aldrei aftur að snúa heim, vinnustaðir voru horfnir og öryggistilfinning flestra íbúa var verulega skekin.
Í þeim tilgangi að kortleggja ferlið söfnuðu nemendur við Háskóla Íslands, fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, margvíslegu efni varðandi skriðuföllin saman og settu upp áhugaverða heimasíðu og tímalínu sem hér má skoða.
Verkefnið var samstarfsverkefni Tækniminjasafnsins, Þjóðminjasafns Íslands og Safnafræðideildar Háskóla Íslands.
Greinar
Hér eftir fara þrjár greinar sem birtar eru í nýjasta tölublaði Safnablaðsins Kvists sem gefið er út af Félagi íslenskra safna og safnamanna (FÍSOS) sem fjalla um aurskriðurnar, viðbragð við þeim og lýsingar á þeirri vinnu sem lögð hefur verið í björgun muna á árinu. Það er erfitt að setja í orð þær raunir sem safnið, starfsmenn og samfélagið hafa gengið í gegnum bæði við aurskriðuna og síðan við afleiðingar hennar. Það er ekki bara safnið sem lendir í ómetanlegu og óbætanlegu tjóni heldur samfélagið, starfsmenn safnsins og landið allt.
Aurskriðan sem fyrirboði?
Eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Um miðjan desember 2020 bárust þau sorglegu tíðindi að aurskriður hefðu fallið ofan við Tækniminjasafn Austurlands og eyðilagt megnið af byggingum safnsins og að safnkostur þess væri að...
“Aurskriða hefur hrifið á brott safnið” Versta símtal sem safnstjóri getur fengið
Eftir Zuhaitz Akizu safnstjóra Tækniminjasafns Austurlands. Aurskriðan sem féll þann 18. desember 2020 hefur breytt Tækniminjasafni Austurlands að eilífu. Þó nokkrar byggingar sem tilheyrðu safninu eyðilögðust gjörsamlega, aðrar byggingar skemmdust að hluta og...
Upplýsingar/Information
Hafnargata 44, 710 Seyðisfjörður, Ísland/Iceland
Frjáls framlög/Donations
Kt. 440203-2560, Account:0133-15-000450
Foreign donations: IBAN: IS950133 1500 0450 4402 0325 60
SWIFT (BIC): NBIIISRE